Símstöðin ehf - Þegar þú þarft að hringja!
  • Forsíða
  • Þjónusta
    • Símasala
  • Um okkur
  • Atvinna
  • Hafðu samband!
    • Tilboð

Almennar upplýsingar: 

Hringt er út alla virka daga. Símstöðin er með stóran hóp af vel þjálfuðu og öflugu símasölufólki á aldrinum 19 – 75 ára og kynjaskiptingin er nokkuð jöfn. Margir hafa starfað hjá okkur í 2-3 ár. Hópurinn er því þéttur og með góðan anda.

Kvöld- og helgardeild – Úthringideild


Starfslýsing:

Picture
Um er að ræða fulltrúa í úthringideild. Viðkomandi tekur fullan þátt í þeim verkefnum sem honum eru falinn og sinnir þeim af fullum áhuga og með fagmennsku. Viðkomandi skal fara eftir vinnureglum og tileinka sér að mæta vel og ganga vel um vinnustaðinn. 


Vinnutími:

Dagvaktir:

Picture
Dagvaktir eru er alla virka daga á milli kl 10:00 - 19:00. Á föstudögum til kl 15:00.

Fulltrúi getur átt von á því að þurfa að mæta fyrir utan þess tíma vegna funda, þjálfunar og námskeiða.


Ráðningatími:

Picture
Viðkomandi byrjar á reynslutíma, sem er tvær vaktir. Ef vel gengur er gengið frá samstarfssamningi og í framhaldi af því skal fulltrúi skila inn vaktarplan fyrir yfirstandandi vaktatímabil sem fyrst. 


Þjálfun:

Picture
Við leggjum áherslu á að fólk leggi sig fram og geri sitt besta. Við þjálfum þig í að gera enn betur.


Trúnaður:

Picture
Viðkomandi skal skrifa undir samstarfssamning ásamt trúnaðaryfirlýsingu. Um er að ræða trúnað gagnvart verkkaupa og þau verkefni sem honum er falinn. 


Starfskjör:

Picture
Viðkomandi fær greitt tímakaup auk bónusa eftir árangri og/eða afköstum. 

Bónusar:
Bónusar eru mismunandi eftir verkefnum og eru ávallt kynntir fulltrúa áður hann byrjar í verkefninu.


Hafa skal í huga:

Picture
·  Við mætum tímanlega og hefjum úthringingar sem fyrst
·  Við göngum frá vinnustöð eins og við viljum koma að henni
·  Við förum vel með höfuðtól, borð og stóla
·  Við virðum lengd á vinnupásum
·  Við slökkvum á gsm símum á vakt nema með leyfi vaktstjóra
·  Við tökum tillit til þess sem situr næst okkur
·  Við komum með góða skapið í vinnuna 
·  Við sýnum tillitsemi og tilkynnum veikindi strax
·  Við biðjum um frí með góðum fyrirvara
·  Við tileinkum góð vinnubrögð og förum eftir leiðbeiningum!


Markmið þitt er að:

Picture

·  Leggja þig ávallt 100% fram og gera þitt besta!
·  Gera betur á þessari vakt en þeirri síðust!
·  Vera góður fulltrúi og fyrirmynd verkefnisins,   
    Símstöðvarinnar og samstarfsfélag þinna!


Powered by Create your own unique website with customizable templates.