Almennar upplýsingar:
Hringt er út alla daga, bæði á daginn og á kvöldin. Símstöðin er með 30 tölvubása og stóran hóp af vel þjálfuðu og öflugu símasölufólki á aldrinum 19 – 65 ára. Margt af kvöldfólkinu okkar stundar háskólanám eða er í öðru aðalstarfi. Meðalaldurinn er 26 ára og kynjaskipting nokkuð jöfn. Margir hafa starfað hjá okkur í 2-3 ár. Hópurinn er því þéttur og með góðan anda.